10 vikna sérsniðið æfingaplan fyrir byrjendur í kraftlyftingum.
Planið er sérstaklega hannað til að byggja upp hámarks styrk á 10 vikum og kenna þér kjarnahreyfingar kraftlyftinga - Hnébeygjur, bekkpressu og réttstöðulyftu.
Í planinu finnur þú allt sem þú þarft til að framkvæma æfingarnar rétt og vel upp á eigin spýtur.
Farið verður yfir:
- Tækni og líkamsbeitingu í helstu æfingum
- Leiðbeiningar um hvaða þyngdir á að nota á hverri æfingu
- Utanumhald um þyngdir í æfingum og árangur
- Hvaða búnað þarf í kraftlyftingar
- Mataræðisáherslur og fæðubótarefni fyrir kraftlyftingar
Og margt fleira!
Æfingaplanið færðu aðgang að í gegnum notendavænt app sem heldur utan um æfingar, þyngdir og árangur. Æfingunum fylgja myndbönd til útskýringa ásamt ítarlegum kennslumyndböndum fyrir megin lyfturnar.
Æfingar eru 4x í viku með fjórðu æfingu sem val.
Æfingar eru skipulagðar á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum en ef sú dagskrá hentar illa er alltaf hægt að færa æfingar til.
Ef þig langar til að prófa eitthvað nýtt og láta reyna á kraftlyftingar eða einfaldlega taka lyftingar upp á næsta plan þá er þetta klárlega planið fyrir þig!
Það sér enginn eftir því að verða sterkari!
Byrjaðu núna!